. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Íslandsmót í Smáranum - 3. og 4. mars

Skvísurnar í 4. og 5. bekk kepptu um helgina á Íslandsmóti í Smáranum.   Bæði A og B lið stóðu sig alveg S T Ó R K O S T L E G A  V E L. 

A liðið sigraði alla sína leiki og hefur verið algerlega ósigrandi í vetur. Greinilegt er að þær hafa verið duglegar að mæta á æfingar í vetur og tekið vel eftir því sem Einar hefur kennt þeim.  Eins og sést á lokatölum leikjanna þá spila þær þrusu flottan körfubolta bæði í sókn og vörn.  Allir 10 leikmenn liðsins skiluðu sínu með prýði.

Niðurstöður leikja:
Keflavík A - Breiðablik     48 - 6
Keflavík A - Keflavík B     42 - 10
Keflavík A - Njarðvík       48 - 14
Keflavík A - KR                48 - 9

B liðið sýndi líka snilldar takta en þær unnu sig uppúr B riðli á síðasta móti. Frááááábær árangur hjá liðunum. 

Til hamingju með árangurinn - ÁFRAM KEFLVÍK,
Björgvin og Helga

KeflavikA_minni

_________________________________________________________________

Stelpurnar í Keflavík B stóðu sig rosalega vel í Smáranum um helgina.  Þær byrjuðu á því að valta yfir KR 40 - 12. Næst börðust þær við Keflavík A og voru aðeins óheppnar og töpuðu 10 - 42 (ætla að vinna þær næst).  Á sunnudeginum byrjuðu þær mjög vel á móti Breiðablik og voru yfir í byrjun en Blikastelpurnar náðu að komast yfir og sigruðu jafnan og spennandi leik 25 - 19.  Síðasti leikurinn var mjög jafn og spennandi og endaði með jafntefli 19 - 19, Birta Dröfn jafnaði með vítaskoti á síðustu sekúndu. Þann leika áttu þær að vinna, en stundum vill boltinn ekki fara í körfuna.  Þetta var fín upphitun fyrir Samkaupsmótið og þær hlakka til næstu helgar. 

Áfram Keflavík ! 
Svanhildur og Hörður

KeflavikB_minni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Guðmundsson
Jón Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband