. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Reglur um ferðir erlendis á vegum Keflavíkur.

Kæru foreldrar að undanförnu hefur verið unnið að reglum fyrir ferðir erlendis og safnanir, endilega lesið.
Að gefnu tilefni hefur Keflavík íþrótta og ungmennafélag sett reglur um safnanir og ferðir á vegum Keflavíkur

Reglur um fjáraflanir/safnanir í nafni Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags.

1. Tilgangur fjáraflana/safnana í nafni Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags skal ávalt vera skýr og söfnunarfé ráðstafað í samræmi við tilefnið.

2. Allir þeir aðilar sem hyggjast hefja fjáraflanir/safnanir í nafni félagsins skulu leita heimildar aðalstjórnar Keflavíkur til að mega safna fé í nafni félagsins.

3. Óheimilt er að safna fé til einkaneyslu í nafni félagsins. Til einkaneyslu telst öll önnur neysla en sem til er stofnað vegna verkefna og viðburða á vegum félagsins.

4. Foreldraráð eða aðrir þeir sem stjórna söfnun skulu setja reglur um skiptingu söfnunarfjár milli einstaklinga í upphafi söfnunar enda hafi þær verið kynntar, ræddar og samþykktar af þeim sem að söfnuninni standa og í samræmi við reglur félagsins.

5. Nú hefur einstaklingur safnað fé sem sérstaklega er merkt honum en verður af óviðráðanlegum sökum að hætta við þátttöku í verkefninu sem fénu var ætlað. Skal það fé sem viðkomandi hefur safnað í nafni félagsins sett í sameiginlegan sjóð verkefnisins. Hafi verið greitt inn fé í verkefnið án söfnunar vegna einstaklingsins þá skal það fé endurgreitt til viðkomandi.

6. Stjórn Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags úrskurðar um öll ágreiningsmál sem upp kunna að koma í tengslum við safnanir á vegum félagsins og getur sett nánari reglur um þær og veitt undanþágur ef slíkt telst nauðsynlegt.
Aðalstjórn Keflavíkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Guðmundsson
Jón Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband